Satanískur hiti á meginlandinu, hvalveiðar og Covid

Fréttavikan er í höndum þeirra Margrétar Tryggvadóttur rithöfundar og fyrrverandi Alþingismanns og Elínu Bjargar Jónasdóttur veðurfræðings sem mæta til Sigmundar Ernis. Mannskæð hitabylgja í Evrópu, einn ein hvalvertíðin frá Íslandi og Covid sem enn lifir innan um okkur og hefur stökkbreyst enn og aftur.

Birna Dröfn Jónasdóttir blaðamaður Fréttablaðsins fer með Lindu Blöndal yfir meginefni Helgarblaðsins og viðburði helgarinnar.

Börn hafa týnt vettlingunum sínum í þúsundir ára. Við kíkjum á vinsælustu vettlinga Þjóðminjasafnsins með Margrétu Erlu Maack þar sem hún hitti Önnu Leif Auðar Elísdóttur, safnkennara á Þjóðminjasafninu

Og það er ljómandi góð helgarveðurspá í boði Sigga Storms:

Á morgun laugardag verður hæg breytileg átt á landinu. Víða hálfskýjað eða léttskýjað en hætt við myndarlegum síðdegisskúrum hér og hvar. Hiti verður á bilinu 10-18 stig, hlýjast inn til landsins.

Á sunnudag verður svipað veður en þó heldur þungbúnara vestan til á landinu en á laugardeginum. Áfram hlýtt í veðri inn til landsins en svalara við sjóinn einkum fyrir norðan.