Starfsemi Heyrnar og talmeinastöðvarinnar hefur raskast gríðarlega vegna húsbyggingar við Háaleitisbraut. Ónæði vegna byggingaframkvæmdanna veldur þessu. Þeir leita að hentugra húsnæði

Sjálfbært Ísland var kynnt í dag með athöfn í Safnahúsinu.

Stofnað hefur verið sérstakt sjálfbærniráð sem er ætlað að móta stefnu Íslands um sjálfbæra þróun til framtíðar.

Kínversk yfirvöld hafa ákveðið að slaka á harðri sóttvarnarstefnu sinni vegna Covid til að koma til lægja þau mótmæli sem verið hafa í landinu vegna þeirra undanfarna daga.

Og jólin nálgast.  Jólaálfur SÁA var sóttur með þyrlu í Esjuna í dag en hann hafði verið í heimsókn hjá Grýlu og Leppalúða og Jólaskógurinn var opnaður í Tjarnarsal Ráðhússins þar sem umrædd hjón voru einnig viðstödd.