Fréttavaktin í kvöld:

Helstu tíðindi af blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar um eftirmiðdaginn – sjáum brot af því sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti um hertar aðgerðir varðandi sóttvarnir á landamærunum.

Raðgreiningarvinna Íslenskrar erfðagreiningar í kórónaveirufaraldrinum er einstök á heimsvísu – og hefur skipt sköpum við smitrakningu innanlands. Vitneskjan um hegðun veirunnar hefur fyrir vikið stóraukist. Rætt er við Sölva Rögnvaldsson, stærðfræðing og Kristján Eldjárn Hjörleifsson, doktorsnema

Og við ræðum við Heiðu Dögg, sem er ein þeirra sem hefur talað mikið um eigin einhverfu, meðal annars á samfélagsmiðlum.

Lífið á Húsavík er fjörlegt núna og ofsaspenningur vegna óskarsverðlaunanna þar sem lagið Húsavík My Home Town er tilnefnt til verðlaunanna frægu. Heyrum af stemmningunni bænum fyrir norðan.