Þáttinn má horfa á í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni á föstudegi í kvöld er þetta helst:

Fréttir vikunnar eru í höndum Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, formanns Blaðamannafélagsins og Þóris Guðmundssonar, fyrrverandi fréttastjóra Stöðvar tvö. Blaðamannafélagið hnykkir á lýðræðislegu hlutverki fjölmiðla og benda þau bæði á að ýmis skipulögð hagsmunaöfl séu orðin stjórnamálaöfl í sjálfu sér, fari lengra en áður inn á svið stjórnmálanna.

Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri sest hjá Margréti Erlu Maack. Leikhúsárið byrjar fyrr því áhorfendur eru þyrstir í leikhúsið. Sórar frumsýningar eru á leikárinu og leikhúsið að fyllast af lífi og fjöri.

Helgarspá Sigga storms er þessi:

Á morgun, laugardag, verður yfirleitt hæg vestlæg eða breytileg átt. Léttskýjað á Vestfjörðum og vestan til þegar kemur fram á daginn. Yfirleitt skýjað annars staðar og hætt við dálítilli vætu af og til. Hiti 7-14 stig hlýjast suðaustanlands.

Á sunnudag verður ört vaxandi suðaustan átt, 13-20 m/s sunnan og vestan til síðdegis. Talsverð rigning sunnan og vestanlands en lengst af þurrt á norðaustur og austurlandi. Hlýnandi veður.