Þáttinn má horfa á í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Breyta þarf algerlega öllu geðheilbrigðiskerfinu og hætta að sjúkdómavæða fólk, segir Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls. Framkvæmdastjóri félagsins, Auður Axelsdóttir sem einnig er iðjuþjálfari, segir starfsfólk í geðheilbrigðiskerfinu hrökklast úr störfum sínum þar sem „kerfið“ búi til hindranir í þjónustunni. Þjónustan sé löngu úr sér gengin hugmyndafræðilega og vinni gegn starfsfólki og skjólstæðingum þeirra.

Ástæður ófrjósemi kvenna eru miklu fleiri og flóknari en almennt er þekkt segja konur sem stofna nú samtök um slíka heilsufarsógn kvenna. Rakel Þórðardóttir og Ragnhildur Gunnarsdóttir, eru báðar með það sem nefnt er PCOS sem má útleggja sem „Fjölblöðureggjastokkaheilkenni“. Það segir þó langt í frá alla söguna. Þær vinna að stofnun samtaka um þetta.

Sjáum veðurspá dagsins í boði Sigga Storms sem er svona:

Á morgun verður suðaustan 5-8 m/s sunnan og vestan til en heldur stífari á norðanverðu Snæfellnesi. Hæg suðvestlæg átt annars staðar. Dálítil væta sunnan- og vestanlands en bjart með köflum á landinu norðan- og austanverðu. Heldur vaxandi suðaustan átt vestast á landinu annað kvöld með rigningu. Hiti 11-16 stig, hlýjast norðaustanlands.