Þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Hætta er á að mörg fyrirtæki séu með stafræna gallann Log4j án þess að vita af því og erfitt er að meta hve stórfelld hættan er, segir Friðrik Skúlason, sérfræðingur í tölvuöryggi. Stór fyrirtæki hafi þó gert ráðstafanir en minni fyrirtæki eru í meiri hættu. Ekkert er þó víst um hvað verði hjá hvaða fyrirtæki sem er.

Við höldum áfram að fjalla um fátæk börn og jólin, en þessi árstími er erfiður fyrir fjölda fjölskyldna.

Davíð og minnisvarðinn 50 ár á síðasta sumri síðan minnisvarðinn um Davíð Stefánsson var vígður í Fagraskógi. Rætt er við Stefán Magnússon, bónda í Fagraskógi.

Veðurspáin fyrir morgundaginn, fimmtudag er þessi:

Hann verður hvass á morgun, sunnan 13-20 m/s. Rigning og síðar skúrir sunnan og vestan til en þurrt á landinu norðanverðu og bjart með köflum. Víðast úrkomulítið síðdegis á morgun, síst þó suðaustanlands. Hiti víðast 5-10 stig.