Þáttinn má horfa á í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Fjóla Hrund Björnsdóttir oddviti Miðflokksins í Reykjavík suður og framkvæmdastjóri þingflokksins - og Jóhann Friðrik Friðriksson, frambjóðandi Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi og nú framkvæmdastjóri Keilis og er í sætinu á eftir formanninum, Sigurðar Inga – mæta í kosningaviðtal til Lindu Blöndal.

Fjóla segir Framsóknarflokkinn Framsóknarflokkinn vera kominn lengra til vinstri við Miðflokkinn og tapað fylgi Miðflokksins skýrast af Covid ástandinu á kjörtímabilinu.

Alþingiskosningar fara fram þann 25. september næstkomandi.

Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Herdís Pála Pálsdóttir eru höfundar bókarinnar, Völundarhús tækifæranna.

Þær ávarpa hinn nýja veruleika á vinnumarkaði, tæknilegar umbreytingar þar sem hinir svokölluðu giggarar verða fyrirferðameiri og slóðir tækifæranna fara hingað og þangað og í allar áttir, eins og í völdundarhúsi. Sigmundur Ernir ræðir við höfundana.

Veðurspáin er þessi: Á morgun verða suðvestan 3-10 m/s, stífastur við austurströndina. Dálítil rigning sunnan og suðaustan til annars yfirleitt þurrt á landinu og bjart með köflum norðan og austan til. Hiti 7-15 stig, hlýjast norðaustanlands og austanlands.