Þáttinn má horfa á í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis og Kolbeinn Marteinsson almannatengill fara yfir fréttir vikunnar með Lindu Blöndal: Bilun eða ekki bilun hjá Facebook – Óvissan um réttkjörna þingmenn eftir endurtalningu kjörseðla í norðvestur kjördæmi og loftslagsbreytingar og aurskriður fyrir norðan.

Tattó Festival er að hefjast í Iðnó. Margrét Erla talar við Fjölni Bragason húðflúr meistara og Hrefnu Maríu sem sömuleiðis er meistari í faginu. húðflúrmeistra. Hrefna segist ekki gera neinar kettlingamyndir, meira bara klær og blóð

Og helgarveðurspáin er þessi frá Sigurði Þ. Ragnarssyni:

Á morgun laugardag verður norðaustan strekkingur vestan til á landinu annars hægari. Rigning eða skúrir sunnan og vestan til en bjart eystra. Hiti 3-10 stig svalast á Vestfjörðum.

Á sunnudag verður norðvestan strekkingur austast á landinu annars mun hægari. Bjartviðri um mest allt land, síst þó á austurlandi þar sem verður skýjað með köflum. Hiti 5-9 stig.