Þáttinn má horfa á í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Komið hefur verið upp geðheilsuteymum á Heilsugæslunni og stjórnvöld iðin við að benda á það sem uppbyggingu í geðheilbrigðisþjónustu. Hins vegar varð sú uppbygging til þess að veikja geðþjónustu Landspítalans. Yfir tugur geðlækna fóru yfir til Heilsugæslunnar sem í raun býður betur en spítalinn getur gert, kjaralega séð og í starfsumhverfi.

Þetta kemur fram í viðtali Lindu Blöndal við Halldóru Jónsdóttur yfirlækni á geðdeild Landsspítalans

Nanna Briem. Forstöðumaður meðferðarsviðs Geðsviðs Landspítala segir í viðtali í nýjasta Læknablaðinu að geðlæknar hafi hreinlega farið úr Landspítalanum og inní geðteymi Heilsugæslunnar. En eins og Nanna segir, þetta var „því miður ekki hugsað til enda“ og nú vantar í 10 stöður innan spítalans.

Friðrik Friðriksson framkvæmdastjóri Bandalags sjálfstæðra leikhúsa ræðir við Margréti Erlu Maack og þar kemur fram að sjálfstæðu leikhúsin hafa orðið útundan í stuðningi hins opinbera til leikhúsa landsins.

Akureyringurinn Þráinn Lárusson er helsti hótelhaldari á samanlögðum Austfjörðum, með höfuðstöðvar í Hallormsstaðaskógi en stórtækur á Egilsstöðum. Einstaklingur með 165 manns í vinnu. Helgi tíðindamaður þáttarins hitti Þráinn fyrir austan.

Veðurspáin er þessi:

Á morgun gengur hann í norðan 8-15 m/s, hvassast austan til. Rigning eða slydda um norðanvert landið en skýjað með köflum og lítilsháttar væta á Suðurlandi. Hiti 2 til 8 stig, mildast syðst.