Fréttavaktin fór yfir fréttir vikunnar, líkt og alla föstudaga með góðum viðmælendum. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu á Íslandsstofu og Þórarinn Þórarinsson, blaðamaður fóru yfir fréttir vikunnar með Sigmundi Erni á Fréttavaktinni á Hringbraut í kvöld.

Verður flaumi ferðalanga að utan fagnað eða hann litinn hornauga? Og verður maður samur eftir pláguna, eða allt annar maður? – Var meðal annars spurt í þættinum.

Og Jón Þorsteinsson, sá kunni og víðförli óperusöngvari er fluttur heim eftir langan feril í útlöndum - og orðinn bæjarlistamaður í Fjallabyggð - sjáum og heyrum af því að austan.

Fréttavaktin er á dagskrá öll virk kvöld Kl.18.30 og endursýnd á tveggja tíma fresti fram á næsta dag.

Þáttinn má horfa á hér að neðan.