Fréttavaktina má horfa á hér að ofan í spilaranum.

Stjórnmálaflokkarnir eru að girða sig í brók fyrir haustkosningar. Tveir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins segja að þær muni snúast um kröftugra og fjölbreyttara atvinnulíf. Við ræðum við þá um flokkinn.

Friðjón R. Friðjónsson og Hildur Sverrisdóttir eru bæði þátttakendur í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Mynd/Hringbraut

Umsvifin eru heldur betur að aukast suður með sjó eftir kórónuveirukeppuna. Gríðarleg uppbygging er að hefjast í Leifsstöð og sóknin eftir íbúðahúsnæði snareykst, svo sem í Grindavík, heitasta bænum. Páll Ketilsson fréttaritari á Suðurnesjum ræðir við Fannar Jónasson bæjarstjóra Grindavíkur og Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra sem tók fyrstu skóflustunguna að framkvæmdum á svæðinu.

Bjarni í gröfunni
Mynd/Hringbraut

Og við setjum niður með Daða Gunnarssyni, lögreglufulltrúa nýrrar netafbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Netglæpirnir aukast og taka á sig margvíslegar myndir, en fólk er fyrir vikið að tapa stórfé.

Daði Gunnarsson lögreglumaður
Mynd/Hringbraut

Ritstjóri Markaðarins, Hörður Ægisson og Oddur Ævar Gunnarsson, blaðamaður fara yfir fréttir dagsins með Sigmundi Erni.

Mynd/Hringbraut