Fréttavaktina má sjá í spilaranum hér að ofan
Helga Guðrún Jónasdóttir, samskiptatjóri háskólans á Bifröst og Björgvin G. Sigurðsson ferðaþjónustubóndi fara yfir helstu frétt vikunnar, eftirmála sölu huta ríkisins í Íslandsbanka. Linda Blöndal ræðir við þau.
Helga Guðrún og Björgvin sátu fyrir all margt löngu saman sem varaþingmenn á Alþingi fyrir sitt hvorn flokkinn, Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu. Björgvin er nú í 3.sæti lista Samfylkingar í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningarnar.
Sæþotur í Ólafsfirði, svokölluð Jetski eru efni umfjöllunar Helga tíðindamanns Fréttavaktarinna fyrir norðan. Þar eru hjón með fyrirtæki sem þeysist með fólk sæþotum út á fjörð, og þar er stundum flotið innan um höfrunga. Við sjáum skemmtilegt sjónvarspil og viðtal við þessi öflugu hjón.
Siggi Stormur spáir þessu í veðurkortunum:
Hann verður allhvass eða hvass af suðvestri norðvestan og norðan til á morgun með snörpum vindhviðum við fjöll, annars mun hægari vindur. Yfirleitt bjartviðri á austurhelmingi landsins, annars fremur skýjað og þurrt að kalla. Hiti 6-15 stig, hlýjast suðaustan- og austanlands.
Á sunnudag snýst vindur smám saman til norðlægrar áttar með kólnandi veðri, einkum fyrir norðan. Dálítil él norðanlands en þurrt og og bjart með köflum sunnan til. Hiti 2-13 stig, hlýjast suðaustanlands. Frystir síðdegis á sunnudag fyrir norðan.
Fréttavaktin er frumsýnd alla virka daga Kl.18.30 í opinni dagskrá.