Fréttavaktina má sjá í spilaranum hér að ofan

Gestir Elínar Hirst í Fréttavikunni eru Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfisráðherra og Sigrún Perla Gísladóttir ungur umhverfissinni. Þau ræða um Dag jarðar sem er í dag 22. apríl, hvernig gengur að ráða við hlýnun jarðar. Íslandsbankamálsalan og stríðið í Úkraínu bar einnig á góma.

Þórhallur þorhallsson grínisti vinnur nú í uppistandssýningu sem sýnd verður í maí. Hann var á grínferðalagi í Kína 2019 og kom fram í Wuhan, fjórum dögum áður en fyrsta covid-smitið greindist.

Björk Eiðsdóttir fer yfir helgarblað frettablaðsins, en þar er viðtal við Guðmund Arnar Guðmundsson, kvikmyndaleikstjóra um kvikmynd hans Berdreymi sem fjallar um unglingstráka og þeirra krísur, viðtal við stjórn Öfga og grein um sjálfkvæni.

Veðrið um helgina í kortum Sigga storms:

Á morgun laugardag verður víðast hæg breytileg átt og bjartviðri um mest allt land. Hætt við þokulofti við austurströndina. Hiti 8-15 stig, hlýjast inn til landsins.

Á sunnudag verður svipað veður en þó skýjaðra norðvestan til. Hætt við lítilsháttar súld við sjóinn á Vestfjörðum annars víðast bjartviðri. Hiti 8-14 stig, hlýjast til landsins syðra.

Fréttavaktin er frumsýnd í opinni dagskrá alla virka daga Kl.18.30