Þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Hrönn Jörundsdóttir, forstjóri MAST (Matvælastofnun) mætir í þáttinn og ræðir illa meðferð dýra, ekki síst blóðmera.

Almennt er fólk mjög misupplýst um hvað teljast til mannréttinda þess og hvað ekki. Lögmaðurinn og baráttukonan Eva Hauksdóttir – sem einnig er þekkt fyrir pistla sína um mannréttindi - og Dagný Rut Haraldsdóttir lögfræðingur hafa stofnað stofuna Hlít og mannrétindi og þá Mannréttindasáttamáli Evrópu er megináherslan í þeirra störfum auk áherslu á sáttameðferðir.

Og þrífættur hundur fyrir norðan lætur ekki fötlun sína stoppa sig og á yndislega fjölskyldu sem sinnir besta vininum vel.

Og Veðurspá morgundagins er svona:

Það verður norðlæg átt, 3-10 m/s. Snýst til suðaustlægrar áttar vestan til þegar líður á morgundaginn. Bjartviðri en skýjað og stöku él norðaustan til. Fer að snjóa á vestanverðu landinu seint annað kvöld. Frost 0-12 stig, mildast við suðurströndina en kaldast inn til landsins.