Þáttinn má horfa á í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni er þetta helst:

Meira en 76 prósent landsmanna vilja að útgerðin greiði markaðsgjald fyrir afnot af fiskimiðunum, samkvæmt könnun Gallup. Fimm til tíu prósent aflaheimilda yrði boðin upp árlega. Bolli Héðinsson hagfræðingur er forsvarsmaður hópsins Þjóðareign sem að þessari könnun stóð. Bolli mætir til Lindu Blöndal.

Siggi Stormur segir fréttir af helgarveðrinu: Varað er við mjög snörpum vindhviðum á norðanverðu Snæfellsnesi á föstudag. Helgin verður hins vegar hlý og björt fyrir austan. Hæstu hitatölur gætu slegið yfir 20 stig.

Svissnesk fjölskylda sem hefur búið á skútu og siglt um höfin í 21 ár þakkar Akureyringum fyrir gestristni sem þau segjast hvergi hafa kynnst annars staðar. Þetta eru þau Dario og Sabine Schwörer. Helgi tíðindamaður fyrir norðan hitti þau í Akureyrarhöfn.