Þáttinn má horfa á í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Allt lítur út fyrir að Miðflokkurinn sé í krísu. Níu voru í þingflokki Miðflokksins árið 2019 – flokkurinn hefur farið úr því að vera stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á Alþingi í að verða sá minnsti með tvo þingmenn en Birgir Þórarinsson er sem kunnugt er nýgenginn í Sjálfstæðisflokkinn.

Karl Gauti Hjaltason sem setið hefur á þingi fyrir Miðflokkinn í Suðurkjördæmi en náði ekki endurkjöri og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins mæta til Lindu Blöndal og ræða kæru Karls Gauta vegna endurtalningar atkvæða eftir Alþingiskosningarnar og hrun í fylgi flokksins.

Undanfarnar vikur hafa Englendingar hamstrað bensín og fylgst vel með hvar má kaupa bensín og hvaða stöðvar eru opnar. Nú sér fyrir endann á ástandinu en einhverjir eru byrjaðir að versla í jólamatinn. Rebekka Andrínudóttir-Humphris var í sambandi frá Brighton í Englandi.

Og veðurspáin er þessi fyrir fimmtudag:

Á morgun snýst hann smám saman til suðvestlægrar áttar með allhvössum og síðar hvössum vindi á Vestfjörðum og norðan til á landinu annars mun hægari. Bjartviðri um mest allt land. Hiti 3-7 stig að deginum.