Þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Alþingi verður sett á morgun en allt er óvíst um hvenær það nær að taka til starfa að fullu, segir Willum Þór Þórsson, starfandi forseti Alþingis og þingflokksformaður Framsóknar.

Aldrei fleira transfólk hefur verið myrt vegna kynvitundarinnar eins og á liðinu ári eða fallið fyrir eigin hendi, minningardagur transfólks var haldinn um helgina. Linda ræðir við Alexöndru Briem, forseta borgarstjórnar sem er transkona.

Og litið er inn til Græneggja á Svalbarðseyri við eyjafjörð.

Veðurspáin fyrir morgundaginn er þessi:

Á morgun verður allhvass vindur af norðaustri á Vestfjörðum og norðvestan til annars mun hægari. Snjóél um norðanvert landið en skúrir eða él syðra. Úrkomulítð austast á landinu. Hiti að 4 stigum sunnan til að deginum en um og undir frostmarki fyrir norðan.