Fréttavaktina má sjá í spilaranum hér að ofan

Við viljum vinstri meirihluta í borginni eftir kosningar, segja oddvitar Sósíalista og Vinstri grænna. Sérhagsmunirnir eigi að fá frí, Þetta segja oddvitarnir, Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og Sanna Magdalena Mörtudóttir sem situr einnig í borgarstjórn. Þær mæta í þáttinn til Elínar Hirst.

Menntasjóður Mæðrastyrksnefndar hefur verið mikill örlagavaldur í lífi tuga kvenna. Einstæð móðir sem fékk stuðning til menntunar segir það hafa skipt öllu í sínu lífi.

Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar er 10 ára í ár.

Guðríður Sigurðardóttir formaður menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar og Harpa Marín Jónsdóttir sem hefur notið stuðning sjóðsins sem breytti lífi hennar, koma til Lindu Blöndal á Fréttavaktina.

Stutt um veðrið

Í kvöld tekur gildi gul viðvörun vegna hríðar og vinda austantil á landinu.