Í Frétta­vaktinni á Hring­braut, þriðju­daginn 30. mars mætir Þór­dís Kol­brún Gylfa­dóttir, ferða­mála­ráð­herra, en hún er gagn­rýnin á harðar lokunar­að­gerðir sótt­varnar­yfir­valda.

Hug­myndir um byggingu há­hýsa á Akur­eyri eru gríðar­lega um­deildar í bænum, Helgi Jóns­son tíðinda­maður Frétta­vaktarinnar í Eyja­firði greinir frá því að norðan og veitinga­menn reyna að halda í já­kvæðnina við nýjar sótt­varnar­reglur eins og Margrét Erla Maack komast að í heim­sókn til þeirra í mið­borginni.

Yfir nokkrar fréttir dagsins fara yfir þau Ingunn Lára Kristjáns­dóttir, blaða­maður Frétta­blaðsins, og Heimir Hannes­son, blaða­maður DV en hann segir meðal annars frá því að mál héraðs­sak­sóknara gegn 27 ára gömlum karl­manni til heimilis í Garða­bæ var þing­fest í gær í héraðs­dómi en maður er sagður í mars í fyrra hafa haft í vörslum sínum 7.500 milli­lítra af vökva sem inni­hélt am­feta­mín­basa. Úr am­feta­mín­basa er am­feta­mínnítrar unnið, sem er svo selt í neyslu­skömmtum í undir­heimum Reykja­víkur. Undan­farin ár virðist sem fram­leiðsla efnanna hafi aukist hér­lendis en ekki jafn miklu smyglað inn.

Ingunn Lára fer yfir er­lend tíðindi, svo sem gríðar­lega slæmt á­stand vegna CO­VID-19 í Frakk­landi, gagn­rýni á Macron for­seta vegna þess og skipa­lestina í Súes skurðinum eftir að tókst að losa 220 þúsund tonna gáma­flutninga­skip úr strandi frá því á þriðju­dag.