Í Frétta­vaktinni á Hring­braut mið­viku­dag 31.mars segir Kristín Þórðar­dóttir frá að­stæðum sonar síns en hann er með al­var­lega þroska­hömlun. Kristín gagn­rýnir harð­lega ára­langa þátt­töku hans í matar­kostnaði að­stoðar­fólksins sem hann þarf að hafa sér til hjálpar.

Alls konar páska­veður

Siggi Stormur fer yfir páska­veðrið, frá skír­degi fram á annan í páskum. Besta veðrið um páskana verður á föstu­daginn langa, þurrt og milt. Ört kólnandi síðla laugar­dags og frost og snjór á páska­dag eða bara páska­hret. Páska­fatnaður verður allt frá stutt­buxum til kulda­gallans.

Banna morgun­korn og tak­marka gos­ferðir

Oddur Ævar Gunnars­son blaða­maður á Frétta­blaðinu og Þórður Gunnars­son á Markaðnum renna yfir fréttir dagsins. Opnunar­tak­markanir verða til gossvæðisins í Geldinga­dölum, fleiri CO­VID-19 smit en undan­farna daga hjá fólki utan sótt­kvíar, sala á morg­­un­k­orn­­un­­um Cocoa Puffs og Lucky Charms verð­­ur bönn­­uð á Ís­land­­i og danska ríkis­út­­varpið býður nú les­endum sínum upp á að skoða það hve­­nær þeir munu geta fengið bólu­­setningu í landinu þar sem á­ætlanir liggja ná­kvæm­lega fyrir.

Við sjáum mynd­skeið frá því þegar lög­regla lokaði að­gangi al­mennings að gossvæðinu í Geldinga­dölum á sjötta tímanum í gær vegna um­ferðar­öng­þveitis á Grinda­víkur­vegi og Suður­strandar­vegi, en þar gat að líta bíl við bíl, í þúsunda­tali, allt frá bíla­stæðinu sunnan gos­stöðvanna, í gegnum Grinda­víkur­bæ og allt upp undir gatna­mótin við Reykja­nes­braut, þar sem lög­reglan kom að lokum upp vega­tálmunum í gær­kvöld, en vega­lengd bíla­keðjunnar var þá sam­tals yfir tíu kíló­metrar.

Stór­fyrir­tæki verður til

Þá varð meiri­háttar sam­eining í ís­lensku við­skipta­lífi þegar Kvika, TM og Lykill gengu í eina sæng. Eitt verð­mætasta fé­lagið í Kaup­höllinni varð til með því. Þórður fer líka stutt­lega yfir hvað býr að baki víð­tækri gagn­rýni á vinnu­brögð Sam­keppnis­eftir­litsins.

Síla­máfurinn er vor­boðinn

Vor­boðarnir ljúfu og hrjúfu: Fugla­fánan tekur á sig lit­ríkari og fjöl­breyttari mynd á landinu með vorinu. Lóan er ný­komin, en hún er ekki eini vor­boðinn líkt og kemur fram í við­tali við Gunnar Þór Hall­gríms­son prófessor við Há­skóla Ís­lands. Síla­máfurinn er hinn eini sanni vor­boði, segir Gunnar Þór.