Ungt fólk ætti að hugsa sig tvisvar um áður en það kaupir sér eign í verðbólgunni um þessar mundir, segir yfirmaður viðskiptagreiningar hjá Deloitte. Innborgun á lán geti hreinlega fuðrað upp á einu ári í vaxtahækkunum.

Formaður Sjálfsbjargar segir sérúrræði sem eru í boði fyrir fatlaða nemendur við Háskóla Íslands, gangi gegn sínum tilgangi og séu útilokandi og aðgreinandi fyrir nemendur. Samkvæmt nýrri rannsókn fær háskólinn falleinkunn þegar kemur að aðgengi fyrir fatlaða nemendur.

Rostungurinn Þór var í stuttu stoppi á Breiðdalsvík um helgina. Hann var sagður andfúll.