Þáttinn má horfa á í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Þúsundir netöryggisárása eru gerðar á íslensk fyrirtæki og stofnanir á hverju ári, en netvarnirnar grípa flestar þeirra. Árásin um helgina gæti verið undirbúningur á annarri og stærri. Þetta segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitar Fjarskiptastofu.

Hver sem er getur kallað sig nuddara, opnað stofu og fengið til sín kúnna í röðum. Óprúttnir aðilar eiga því auðvelt með að misnota aðstöðu sína á þessum vettvangi eins og dæmin sanna. Margrét Erla talar við Reginn Unason formann Félags íslenskra heilsunuddara - 6 mín

Og fyrsti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu var í dag, en þar kvaðst Angjelin Stark Merka­j, sem játað hefur morðið á Armando Beqirai, hafa framið það í sjálfsvörn.

Veðurspáin: Á morgun verður stíf suðvestan átt á landinu, 13-18 m/s norðvestan til á landinu, en annars heldur hægari vindur. Skúrir sunnanlands og vestan en bjartviðri á norðaustur- og austurlandi. Hiti 9-14 stig.