Þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Kaupmennirnir Kormákur Geirharðsson, kaupmaður og Skjöldur Sigurjónsson, fara yfir fréttir vikunnar með Sigmundi Erni. Þeir segja óskiljanlegar sóttvarnarráðstafanir gagnvart börum og veitingahúsum. Lífið hafi þó breyst að því leyti að Kormákur er aldrei lengur skítugur undir nöglunu.

Brynja Pétursdóttir danskennari er þakklát fyrir síðustu dansönn en þá mátti dansa óslitið. Hún hafði kennt í gegnum netið og öpp í verstu bylgjum en á morgun er fyrsta nemendasýningin í tvö ár þar sem fjögur hundruð dansarar stíga á stokk. Brynja er gestur hjá Margréti Erlu.

Og Veðurspá helgarinnar er svona:

Á morgun laugardag verður breytileg átt, víðast 3-8 m/s. Rigning við sjávarsíðuna sunnan og suðvestan til annars víða él, einkum til landsins en úrkomulaust að mestu fyrir austan. Hiti 0-5 stig við sjóinn annars vægt frost.

Á sunnudag verður vaxandi suðaustan átt með rigningu sunnan og vestan til. Snjókoma norðan og austanlands síðdegis. Hiti 0-5 stig en vægt frost til landsins, einkum fyrir austan.