Móðir drengs, sem fæddist með tvíklofna vör og góm, segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum við Sjúkratryggingar Íslands. Óskiljanleg endurgreiðslukrafa upp á fleiri milljónir setji mál drengsins í algjöra biðstöðu.

Íslenskur iðnaður er orðinn stærsta útflutningsgreinin samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Gríðarlega góð tíðindi fyrir hagkerfið, segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.

Samfélagsmiðlar nötruðu eftir arfaslaka frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í handbolta gegn Tékkum í gærkvöldi. Við rýnum í yfirstandandi handboltablús, sem virðist leggjast þungt á þjóðina.