Þáttinn má horfa á í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Gamla íslenska flokksræðið sem skipti sköpum fyrir framgang fólks í samfélaginu á síðustu öld er stórlaskað og margræðið er tekið við, segir Gunnar Helgi Kristinsson, í nýrri bók sinni um íslensku elítuna, „Elítur og valdakerfi á Íslandi.“

80 prósent karla sem fá krabbamein í blöðruhálskirtla leita stuðnings fyrst og fremst til maka síns. Tími til kominn að létta byrðar eiginkvenna -og karla, segja þeir sem stofna nú stuðningnetið „Traustir makar.“

Dr. Ásgeir R. Helgason dósent í sálfræði við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu og Guðmundur G. Hauksson framkvæmdastjóri félagsins Framfarar, félags karlmanna með krabbamein í blöðruhálsi og aðstandenda þeirra mæta til Lindu Blöndal

RIFF er haldið í 18. sinn í ár - Hellabíó, sundbíó og Debbie Harry og Trine Dyrholm mæta á svæðið. Margrét Erla fór í Geysishúsið að hitta Riff-liðið

Veðurspáin er þessi: Á morgun verða yfirleitt vestlægar áttir, 5-10 m/s en nokkuð hvassara á norðausturhorni landsins. Skýjað með köflum suðaustalands, annars skýjað að mestu og stöku skúrir eða slydduél. Hiti 2-9 stig, svalast á Vestfjörðum.