Þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Stefanía Óskarsdóttir dósent í stjórnmálafræði telur að líkur séu að aukast á því að kosið verður aftur í NV kjördæmi eins og málin hafi þróast. Hún fer yfir stjórnmálin með Elínu Hirst þegar fréttist af því að nú séu mál að skýrast með stjórnarsáttamála þótt enn hafi ekkert verið gefið upp af hálfu þeirra þriggja flokka sem hafa rætt saman.

Formaður ungra umhverfissinna í Glasgow, Tinna Hallgrímsdóttir, segir stóran hóp framleiðenda kolefnaeldsneytis staddan á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, það orki tvímælis en lítið beri þó á þeim. Þessi seinni vika muni einkennast að því að ríkisstjórnir landanna leggja “í púkkið“ það sem þau vilja skuldbinda sig til að gera.

Rætur þjóðernishugmynda, popúlisma og upplýsingaóreiðu liggja mun dýpra en sýnist í umræðu víða um heim, segir Eríkur Bergmann, stjórnmálafræðprófessor í nýrri bók sinni Þjóðarávarpið.

Veðurspáin er þessi fyrir þriðjudag:

Það verður breytileg vindátt á landinu á morgun. Stíf norðaustan átt á Vestfjörðum og allhvöss eða hvöss suðvestan átt með suðausturströndinni. Annars staðar verður vindur mun hægari. Skúrir sunnan og vestanlands en slyddu- og síðar snjóél á Vestfjörðum. Hiti 1-8 stig að deginum mildast syðst.