Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, þvertekur fyrir að fólk sé að flýja félagið. Þvert á móti standi félagsmenn þétt saman og séu tilbúnir til að fara í aðgerðir sem muni bíta fast.

Sáttaferli, sem hafið er á milli Íslandsbanka og Fjármálaeftirlitsins vegna sölu ríkisins á 22,5 prósenta hlut í bankanum, verður ekki túlkað öðruvísi en svo að stjórnendur bankans hafi brotið lög, að mati þingkvennanna Hönnu Katrínar Friðriksson og Helgu Völu Helgadóttur.

Og stóra stundin er runnin upp á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð þar sem Ísland leikur sinn fyrsta leik gegn Portúgal í kvöld. Við spáum í spilin með íþróttafréttamönnunum Herði Snævari Jónssyni og Aroni Guðmundssyni.