Þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Nýju afbrigðin af Kóvid eru mun hættulegri og meira smitandi hjá börnum en hin fyrri – hávær en lítill hópur er á móti bólusetingum barna en þær eru þó bráðnauðsynlegar segir Ásgeir Haraldsson, yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins.

Hámenntaður faðir Viktoriu Bakshina varð að gerast rútubílstjóri þegar Sovétríkin féllu. Viktoria mætir í þáttinn ásamt Vali Gunnarssyni rithöfundi en um þessar mundir eru 30 á frá falli Sovét.

Með hverju árinu verður auðveldara að halda Veganjól – Margrét Erla Maack skýrir það með Völu Árnadóttur formanni Samtaka Grænkera

Helgarspáin fyrir veðrið hjá Sigga stormi er bara nokkuð hagstæð til flestra hluta.

En á morgun föstudag blæs hann fremur hægum suðlægum áttum, 5-10 m/s. Dílítil súld eða riging, einkum sunnan og suðvestan til en bjart með köflum fyrir norðan og yfirleitt þurrt til kvölds. Hiti 2-8 stig, mildast við suðurströndina.

Á laugardag verður yfirleitt hæglætisveður, helst að hann blási af suðaustri við Breiðafjörðinn. Hætt við minniháttar vætu suðvestan og vestan til, lítilsháttar él geta orðið framan af degi fyrir norðan en styttir svo upp. Hiti 0-7 stig og áfram mildast við suðurströndina.

Á sunnudag verða hægar suðlægar áttir og úrkomulítið veður sunnan og vestan til en yfirleitt þurrt norðan- og austanlands. Hiti 0-10 stig svalast á norðausturlandi en mildast á landinu sunnanverðu.