Á fréttavaktinni í kvöld á Hringbraut Kl.18.30. Horfa má á þáttinn í heild sinni neðst í fréttinni.

Arnar Hauksson, kvensjúkdómalæknir segir að pillan geti valdið blóðtappa hjá einni af hverjum þúsund konum sem hana notar, en athygli vekur hvað því hefur verið gefinn lítill gaumur.

Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur segir fjölmörg dæmi þess að innflytjendur matvæla svindli á tollskýrslum, ríkið verði þar af miklum fjármunum, en ekkert sé aðhafst.

Enn einu sinni er Jose Mourinho rekinn frá ensku félagsliði, en hver er eiginlega árangur kappans. Við förum yfir málið með Herði Snævari, okkar sérfræðingi í boltanum.

Erna Bjarnadóttir ræðir við Sigmund Erni í þætti kvöldsins
Mynd/Hringbraut

Jón Þórisson ritstjóri og Fanndís Birna Logadóttir fara yfir helstu fréttir innan- og utanlands.

Og svo er það menningarstúfurinn í þáttalok. Söngkonan og rithöfundurinn Sylvía Erla Melsteð hefur gefið út bók um hundinn sinn Oreo til að takast á við eigin lesblindu.

Sylvía Erla Melsteð mætir í þáttinn hundinn sinn Oreo
Mynd/Hringbraut

Horfa má á Fréttavaktina í heild sinni hér að neðan: