Þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Ásmundur Einar Daðason, nýr mennta-og barnamálaráðherra mætir í þáttinn. Undir hann heyra nú málefni skóla, íþrótta- og æskulýðsmála og málefni barna.

Miklar breytingar voru boðaðar hjá hjá Ásmundi á síðasta þingi, frumvörp hans, fjögur talsins voru samþykkt um samþættingu þjónustu fyrir börn og stofnun, Barna- og fjölskyldustofu, Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.

Rætt er um hvað þessar breytingar munu kosta, hvaða auknu krafta þarf til að koma betra þjónustukerfi á fyrir börn og fjölskyldur þeirra.

Elín Hirst ræðir við Ingva Skjaldarson, flokksleiðtogi Hjálpræðishersins í Reykjavík – þangað sem Elín fór í heimsókn – og líka við Lindu Björk Hávarðardóttur, verkefnisstjóra barna- og unglingastarfs Hjálpræðishersins.

Og heimsókna í Jólagarðinn á Hrafngili í Eyjafirði. Þau halda upp á 25 ára afmæli á þessu ári. Rætt er við Benedikt Grétarsson í garðinum.

Veðurspáin fyrir morgundaginn, miðvikudag er þessi:

Suðvestan átt er í kortunum, hún veður fremur stíf, 8-13 m/s víðast hvar. Skúrir eða él en yfirleitt þurrt og bjart allra norðaustast og austast á landinu. Hiti 0-4 stig þegar kemur fram á daginn.