Ís­lenskir fjöl­miðlar og blaða­menn hafa undan­farið verið meira til um­fjöllunar en vana­legt er og staða þeirra og störf sýni­legri en áður. Öryggi, mikil­vægi og frelsi fjöl­miðla og blaða­manna er ekki síst það sem rætt er. „Sam­herja­málið“ vekur upp margar spurningar um stöðu fjöl­miðla og blaða­manna – em­bættis­manna og stjórn­mála­mann – og stór­fyrir­tækja með sam­fé­lags­leg völd.

Atli Þór Fann­­dal, er fram­­kvæmda­­stjóri Ís­lands­­deild­ar Tran­­sparen­cy In­ternational – og fyrr­verandi blaða­maður mætir á Frétta­vaktina til Lindu Blön­dal. Atli Þór telur segja stjórn­mála­stéttina þurfa að beita sér al­var­lega gegn spillingu og styrkja eftir­lits­stofnanir sam­fé­lagsins.

Atli Þór Fanndal
Mynd/Hringbraut

Sam­tök­in Tran­sparency In­ternati­onal voru stofnuð árið 1992 og hafa um langa hríð verið ein stærstu alþjóðlegu sam­tök­in sem vinna að heil­ind­um í stjórn­sýslu og viðskipta­lífi og berj­ast fyr­ir laga­leg­um úrræðum og vit­und­ar­vakn­ingu til að draga úr spill­ingu

Þórhallur Jónsson bæjarfulltrúi á Akureyri
Mynd/Hringbraut

Hugmyndir eru uppi um að breyta Akureyrarvelli í fólkvang, en lengi hefur það verið þyrnir í augum margra heimamanna að nýta ekki betur vallarsvæðið á besta staðnum í bænum. Þórhallur Jónsson bæjarfulltrúi er til viðtals um málið sem snertir bæjarbúa djúpt.

Mynd/Hringbraut

Guðjón Friðriksson sagnfræðingur sendi nýlega frá sér Klóakínu - sögu klóaksins í Reykjavík sem segir margar sögur í einu um þróun Reykvísks samfélags.

Guðjón Friðriksson sagnfræðingur
Mynd/Hringbraut

Oddur Ævar Gunnarsson og Fanndís Birna Logadóttir fara yfir helstu fréttir dagsins, innan- og utanlands.

Mynd/Hringbraut

Fréttavaktina má horfa á í heild sinni hér að neðan.