Þáttinn má horfa á í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Of flóknar auglýsingar stjórnmálaflokka missa marks og þeir gera mistök með því að framleiða of mikið af auglýsingaefni segja sérfræðingar í markaðssetningu og almennatengslum. Kolbeinn Marteinsson, almannatengill hjá Athygli og Ástríður Viðarsdóttir sem starfar við markaðsmál mæta til Lindu Blöndal.

Framhaldsskólanemar í MH og MR segja mikla umræðu um kosningarnar í skólunum og loftslagsmál og geðheilbrigðismál meðal þess sem brennur mest á þeim. Þetta segja þau Rafn Ágúst Ragnarsson nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík, sem einnig er í stjórn nemendafélags í skólanum og í ræðuliði hans og Soffía Svanhvít Árnadóttir nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð.

Veðurspáin fyrir morgundaginn:

Á morgun verður vaxandi suðaustan átt, 10-18 m/s. Rigning á láglendi sunnan og vestan til þegar líður á morguninn. Þurrt fram eftir degi á landinu norðaustanverðu en rigning eða slydda með kvöldinu. Hiti 3-7 stig á láglendi, svalast á Vestfjörðum.