Þáttinn má horfa á í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Átta ár í rússíbana segir Páll Matthíasson um starfið sem forstjóri Landsspítalans. Hann segir gagnrýni á sín störf ekki hafa verið sér persónuleg og ekki haft nein áhrif á þá ákvörðun hans um að hætta.

Páll hverfur frá störfum sem forstjóri og hættir á þriðjudaginn 2.október næsta. Páll sest niður með Lindu Blöndal og segir meðal annars að hann hafi aldrei tekið gagnrýni persónulega enda sé það starf forstjóra að taka við slíka og aðspurður hann telji sig ekki skilja eftir sig nein verk sem teljast megi til mistaka.

Hann var fyrstur Íslendinga til að fara á mótorhjóli í kringum hnöttinn og svo fór hann á hjólinu um 35 lönd Afríku. Kristján Gíslason kemur hingað en hann hefur sem fyrr gefið út veglega bók með myndum úr ferðalaginu sem er ævintýra líkast. Sigmundur Ernir fer yfir Afríkutúrinnmeð Kristjáni.

Sjáum léttan sprett úr nýjum þætti á Hringbraut í umsjón Margrétar Erlu Maack sem nefnis Kvennaklefinn.

Veðurspáin:

Á morgun, fimmtudag, verða norðaustan 13-23 m/s, hvassast við suður- og suðausturströndina en á Vestfjörðum um kvöldið. Rigning en úrkomulítið framan af degi á landinu vestan og norðvestanverðu. Víða talsverð rigning annað kvöld. Hiti 4-12 stig, hlýjast sunnan til á landinu.