Þáttinn má horfa á í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

65 er galdratalan - segja hjónin Árni Sigfússon og Bryndís Guðmundsdóttir sem hvetja hjón og sambýlisfólk til að skoða lífeyrisréttindin sín. Greiðslur á milli hjóna eru mismunandi eftir ævistarfið og ekki síst spilar þar inn í launamunur kynjanna.

Átta af hverjum tíu í hópi fatlaðs fólks nær ekki endum saman og margir neita sér og börnunum um lögbundna þjónustu svo sem læknisþjónustu og geta ekki unnið sig uppúr stöðunni. Þetta kemur fram í nýrri viðamikilli könnun. Kristín Heba Gísladóttir framkvæmdastjóri Vörðu mætir til Lindu Blöndal. Varða er Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins sem vann könnunina fyrir Öryrkjabandalagið.

Félag eldri borgara á Akureyri fóru í siglingu um Eyjafjörð um daginn. Þetta var svokölluð yndis-sigling á vegum félagsins, í boði bæjarins. Helgi tíðindamaður okkar fyrir norðan fékk að fljóta með.