Þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Framlög til SÁÁ í fjárlögum standa í stað milli ára. Covid faraldurinn hefur haft áhrif á hvers konar fíklar leita sér aðstoðar, segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Margrét Erla fær Valgerði til sín í þáttinn.

Friðrik Már Þorsteinsson er að láta hanna íslenskan raddbanka svo hann geti tjáð sig með eigin röddu áfram. Hann mætir með æskuvini sínum Ívari Arnari Kristjánssyni sem styður hann í verkefninu.

Dagbjört Ósk Jónsdóttir er með sjaldgæfan sjúkdóm sem sviptir hana sjóninni. Dagbjört Ósk er á listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri en hún missti sjónina á hægra auga 11 ára gömul á innan við viku. Innan tveggja ára eftir það var hún svo búin að missa 70 til 80 prósent sjón á hinu auganu líka. Við heyrum í Dagbjörtu Ósk.

Og veðurspáin fyrir morgundaginn er þessi:

Á morgun þriðjudag verður stíf vestan átt, 8-13, á landinu norðan- og austanverðu með snjókomu eða slyddu eitthvað fram á daginn. Hæg suðaustlæg átt um suðvestan og vestanvert landið með stöku éljum. Hiti nálægt frostmarki við sjávarsíðuna en vægt frost inn til landsins.