Þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Formaður landssambands lögreglumanna segir pirring vegna Ásmundarsalarmálsins skýra að hluta hörð viðbrögð við ummælum lögmanns um að fara í manngeinarálit. Björn Þoláksson blaðamaður ræðir við Fjölni Sæmundsson, formann Landssambands lögreglumanna.

Margrét Erla ræðir við nýkjörinn formann Kennarasambandsins, Magnús Þór Jónsson, um áskoranir sem framundan er og hvaða mark hann vill setja á störf sambandsins.

Og hvað leynist í geymslunni? Í desember sýna þrjár sviðslistakonur upp leiksýningu sem byggir á geymslum landsmanna. Sviðslistakonurnar Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir og Eygló Höskuldsdóttir Viborg mæta til Margrétar.

Veðurspáin er þessi fyrir fimmtudag, á morgun:

Hann verður víðast fremur hægur af austri á morgun, en þó strekkingur sumstaðar sunnan til. Bjartviðri um mest allt land, en hætt við stöku éljum sunnan Vatnajökuls. Frost 0-5 stig nyrðra en allt að 4 stiga hiti syðra.