Alvarleg ofbeldisbrot í miðborg Reykjavíkur má rekja til stóraukins vopnaburðar. Við þessari þróun þarf að bregðast af festu, segir afbrotafræðingur.


Listdansskóli Íslands berst nú í bökkum vegna niðurskurðar í garð danslistarinnar. Skólastjóri segir að dansinn falli á milli dans og íþrótta og því sé honum kastað á milli. Hann spyr hvort áhugaleysi stjórnvalda felist í því að meirihluti iðkenda séu stúlkur.

Um nokkurt skeið var það svo að íþróttakonur sem gengu í gegnum frjósemismeðferðir féllu á lyfjaprófi. Við ræðum við íshokkídómara sem fór nýlega á alþjóðlega ráðstefnu með fjögurra mánaða barn, sem öðrum íþróttakonum á ráðstefnunni þótti ekki sjálfsagt.