Á Fréttavaktinni í kvöld verður rætt við Drífu Snædal forseta ASÍ sem segir aðstæður á fasteignamarkaði kalla á beina og ótvíræða aðkomu stjórnvalda í komandi kjarasamningum. Staðan sé orðin það alvarleg að þau geti ekki komist upp með að skila auðu við samningaborðið.

Öngþveiti var á gosstöðvunum í dag. Allir sem ætluðu að og gosinu voru stöðvaðir og lögreglan var með stranga vörslu. Ferðamenn voru margir ósáttir.

Nýjar rannsóknir benda til að kísilskortur seinki fæðuframboði innan vistkerfa. Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir afkomu sjófugla á borð við lundann.

og Már Gunnarsson sundkappi með meiru verður á Fréttavaktinni sem ætlar að hella sér út í tónlistarnám í Bretlandi. Hann dreymdi um að verða flugmaður, en sjónmissirinn kom í veg fyrir það.