Þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan
Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:
Sögulegur þingfundur er framundan á morgun þegar þingmenn fá til afgreiðslu tillögur frá kjörbréfanefnd og réttmæti kjörs þingmanna vegna galla á talningu á atkvæði í norðvestur kjördæmi.
Linda Blöndal hitti niðri á Alþingi þá Birgi Ármannsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins og formann kjörbréfanefndar sem nú er formlega skipuð - og einnig Björn Leví Gunnarsson, fulltrúa Pírata í nefndinni.
Blóðmeramálið hefur vakið fólk til alvarlegrar umhugsunar um meðferð hryssa sem blóð er tekið úr og selt til líftæknifyrirtækis hér á landi. Linda ræðir við Ingu Sæland, formann Flokks fólksins og þingmann um málið en hún flutti í mars á þessu ári á þinginu mál um að stöðva blóðtöku fylfullra mera en með litlum árangri. Nú er þetta sama mál komið í hámæli.
Og sérstakur jólagjafaleikur er nokkuð sem Hjalti Stefán Kristjánsson þekkir og segir frá en þar gefur fólk sem tekur þátt ókunnugum jólagjöf og fær aðra til baka. Allt til hreinnar jólagleði Hjalti Stefán kemur til Margrétar Erlu.
Veðurspáin fyrir morgundaginn, fimmtudag er þessi:
Það eru miklar umhleypingar í veðrinu næsta sólarhringinn. Á morgun verður fremur stíf vestlæg átt með rigningu fram yfir hádegi sunnan og vestan til en slydda eða snjókoma norðanlands og til landsins. Styttir víða upp þegar líður á daginn. Snýst í norðan 10-23 m/s annað kvöld, hvassast suðaustanlands með mjög snörpum hviðum. Norðanáttinni fylgja él norðan til og austan. Hiti 0-6 stig framan af degi en frystir víðast síðdegis eða annað kvöld.