Jóhanna Birna er einhverf, með ADHD og lesblindu. Henni fannst skólakerfið afskrifa sig en er nú nemi við Háskólann í Flórída – og undrast hreinlega sjálf hvað varð úr henni, eins og hún lýsir í viðtali við Margréti Erlu Maack.

Ný og viðamikil uppbygging ferðaþjónustunnar í Kerlingarfjöllum þýðir að í fyrsta sinn er boðið upp á vandaða heilsársþjónustu í sjhundruð metra hæð inni á miðju hálendi, segir Magnús Orri Schram, framkvæmdastjóri Kerlingarfjalla.

Og Nína Richter fjallar um árlega vetrarhátíð í Reykjavík sem hefst á morgun og fer fram í sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Frítt er á alla viðburði hátíðarinnar sem eru ríflega hundrað og fimmtíu talsins.