Fréttavaktina má horfa á í spilaranum hér að ofan

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og innviðaráðherra útilokar ekki að ríkisstjórnin beiti sér fyrir réttlátari skiptingu af hagnaði í sjávarútvegi. Elín Hirst ræði við hann.

Kynhegðun unglinga er í samræmi við stökk í jafnréttisbaráttunni og minni áfengisneyslu segir Ársæll Arnarsson, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands en hann er faglegur stjórnandi Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar sem er hluti af alþjóðlegri og árlegri könnun um kynlíf unglinga.

Talið er að um 80 þúsund barnshafandi konur séu á flótta í Úkraínu. Íslenskar ljósmæður standa nú fyrir söfnun í samstarfi við pólskar starfssystur sínar. Þær útbúa fæðingartöskur til að auðvelda fæðingar kvenna á flótta. Rut Guðmundsdóttir ljósmóðir mætir í þáttinn,

Veðurspá Sigga storms er þessi: Hann blæs af norðaustri framan af morgundegi með úrkomulitlu veðri en snýst um og eftir hádegi til suðaustlægrar áttar með rigningu eða skúrum sunnan og vestan til en snjókomu eða slyddu á Vestfjörðum. Léttir til fyrir norðan. Hiti 0-6 stig, mildast sunnan til.