Fréttavaktina má horfa á hér að ofan í spilaranum.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að forgangsraða þurfi í frekari orkuuppbyggingu landsmanna og ekki sé sjálfgefið að fyrirtæki standi þar framar fólki. Katrín ræði orkumál og veru Íslands í NATO en stefna Vinstri grænna er að segja Íslandi úr bandalaginu. Katrín segir veru í NATO einfaldlega hluta þjóðaröryggisstefnu sem Alþingi samþykkti fyrir mörgum árum.

Flóttafólk eru manneskjur, það er aðalatriði við móttöku þeirra, segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri sem er í Riga í Lettlandi að kynna sér flóttamannamálin. Margrét Erla Maack ræðir við hann.

Hildur Björnsdóttir, nýkjörinn oddviti sjálfstæðismanna vill nýjan meirirhluta breytinga í borginni og horfir þar einkum til Framsóknarflokksins og Viðreisnar. Sigmundur Ernir ræðir við Hildi.

Veðurspá Sigga storms:

Vætusamur dagur er í veðurkortum morgundagsins um mest allt land en á Vestfjörðum má búast við snjókomu og síðar éljum með skarfrenningi. Milt, síst á Vestfjörðum.

Á morgun verður allhvöss eða hvöss norðaustan átt með snjókomu NV-til og hiti nærri frostmarki. Aannars staðar verður fremur hæg suðlæg átt og rigning með köflum. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast og úrkomuminnst A-lands. Hvessir annað kvöld á norðanverðu landinu með snjókomu eða éljum.