Fréttavaktina má horfa á hér að ofan í spilaranum.

Í föstudagsspjallinu, sem ber keim af helstu tíðindum vikunnar, eru þau Sandra Ýr Dungal, partýsérfræðingur og Hrafn Jónsson pistlahöfundur gestir hjá Margréti Erlu Maack.

Í Minjasafninu á Akureyri stendur nú yfir sýningin Tónlistarbærinn Akureyri. Rætt er við Harald Þór Egilsson safnstjóra.

Minnistætt viðtal úr vikunni sem er að líða er sýnt í lok þáttar. Á miðvikudaginn mætti Ragnar Örn Ottósson, en sjö ára dóttir hans var næstum numin á brott á leikvelli í Grafarvogi.