Fréttavaktin á föstudegi fer yfir fréttir vikunnar með Brynju Huld Óskarsdóttur, öryggis- og varnarmálafræðingi og Snærós Sindradóttur dagskrárgerðarkonu. Þær fóru yfir #metoo og þær vendingar sem orðið hafa í vikunni, tvíræðar yfirlýsingar og Eurovision sem er í næstu viku.

Fréttavaktin lítur við á æfingu hjá Hringleik sem undirbýr nú sirkussýningu um veðrið sem nefnist Allra veðra von. Í maí verða sýningar í Tjarnarbíói en í sumar utandyra þar sem veðrið mun skapa einstaka umgjörð um hverja sýningu og bæta við hættuna í áhættuatriðunum.

Sirkuslistafólkið Nick Candy og Eyrún Ævarsdóttir
Mynd/Hringbraut

Í lok þáttar er endurflutt viðtal Sigmundar Ernis frá því fyrr í vikunni við Boga Nils Reynisson forstjóra Icelandair.

Þáttinn má sjá í spilaranum hér að neðan.

Sigmundur Ernir ræddi við Boga Nils á Fréttavaktinni í vikunni
Mynd/Hringbraut