Fréttavaktina má sjá í spilaranum hér að ofan

Gríðarlega umdeild sala í hlut ríkisins í Íslandsbanka og staða formanns Framóknarflokksins er meðal frétta vikunnar.

Henry Alexander Henrysson heimspekingur og siðfræðingur og Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar mæta í Fréttavaktin.

Elín Hirst fer yfir með þeim það sem bar hæst á góma í vikunni með þeim - Hlutverk stjórnmálamanna er í sjónlínunni í ljósi sölu ríkisins á yfir fimmtung hlut í Íslandsbanka sem hefur verið hart gagnrýnd, aðallega um hverjir komu að kaupunum og hverjir að þeim var staðið. Ekki síður er komið inn á stöðu Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra og formanns Framsóknar vegna rasískra ummæla hans um framkvæmdastjóra Bændasamtakanna um síðust helgi.

Senjóriturnar eru kvennakór kvenna yfir 60 ára. Þegar þær ferðuðust um Færeyjar voru þær nefndar gráa gullið frá Íslandi. Á morgun, laugardag kl. 16 eru tónleikar með kórnum í Langholtskirkju sem frestað hefur verið fjórum sinnum, en loksins ná þær að springa út nú að vori. Þær taka aðallega lög eftir og með Bubba Morthens á tónleikunum og segja að verk hans falli afar vel að kvennakórsútsetningum.

Silja Aðalsteinsdóttir og María Vilhjálmsdóttir eru í kórnum og mæta til Margrétar Erlu Maack.

Björk Eiðsdóttir ritstjóri Helgarblaðs Fréttablaðsins fer einnig yfir hvað ber hæst í blaðinu um helgina.