Fréttavaktina má horfa á í spilaranum hér að ofan.

Í þættinum er þetta:

Þeir voru númer tíu og ellefu meðal Íslendinga sem komist hafa alla leið á topp Everest, Heim­ir Fann­ar Hallgríms­son og Sig­urður Bjarni Sveins­son gengu á fjallið nýlega og segja að virðingin fyrir fjallinu hafi fylgt þeim allt á enda. Aðrir Íslendingar sem farið hafa á fjallið deila þó ekki reynslu tvímenningana sem sem segja sannarlega ekki hafa hjálpað að hafa verið smitaðir af Covid á leiðinni upp.

Heim­ir Fann­ar Hallgríms­son og Sig­urður Bjarni Sveins­son
Mynd/Hringbraut

Formaður Landverndar, Tryggvi Felixson segir greinilegt að hugmyndir stjórnvalda um Hálendisþjóðgarð hafi verið sýndarmennska ein frá byrjun. Málalokin séu reiðarslag fyrir náttúruvernd á Íslandi.

Tryggvi Felixson
Mynd/Hringbraut

Skattsvik vegna Airbnb gistiþjónustunnar á Íslandi eru gríðarleg. Ætla má að yfirvöld beiti í sumum tilvikum 100 milljóna króna sekt og fangelsisdómum í bíræfnustu tilvikunum.

Yfir fréttir dagsins innan og erlendis fóru Ingunn Lára Kristjánsdóttir, blaðamaður og Ari Brynjólfsson, fréttastjóri.