Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að erfitt sé að lesa í stöðuna í Úkraínu út frá fréttaflutningi fréttir um að Úkraínu gangi vel og Rússum illa fái meiri dreifingu. Hann les í ávarp Pútíns og segir að hótun um að beita gereyðingarvopnum sé rauð lína sem enginn vilji að hann fari yfir.

Erla Bolladóttir hélt blaðamannafund í dag og segist vilja fara með mál sitt til Mannréttindadómstóls Evrópu. Hún segir niður­stöðu Endur­upp­töku­dóm­stóls ó­for­svaran­lega.

Lilja app er smáforrit fyrir þolendur heimilisofbeldis. Hægt er að fela forritið á bakvið önnur í símanum nota til upptaka til að gemya myndir af áverkum og sitthvað fleira. Þær Inga Henriksen og Árný Rut H. Einarsdóttir, stofnendur og hugmyndasmiðir appsins ræða við Nínu Richter. Fjármögnun stendur nú yfir, en gengur hægt.

Björn Þorfinnsson, ritstjóri DV hefur legið yfir hasarnum í skákinni undanfarna daga. Rimma Magnusar Carlsen og Hans Niemann veldur titringi í skákheiminum.