Frétta­ritari á vegum Al Jazeera var skotin til bana á meðan hún fjallaði um á­rásir ísraelskra her­manna á Vestur­bakkann. Frétta­ritarinn, sem hét Shireen Abu Aqleh, var palestínsk-bandarísk.BBC greinir frá þessu.

Í til­kynningu sem kemur frá Al Jazeera segir að Shireen Abu Aqleh hafi verið skotin „vís­vitandi“ og „af köldu blóði“ af Ísraelskum her­mönnum.

For­sætis­ráð­herra Ísrael Naftali Bennett, sagði lík­legt að hún hefði verið skotin af palestínskum her­mönnum en ekki ísraelskum. Yfir­maður ísraelska hersins segir það of snemmt að segja hvað hafi ná­kvæm­lega gerst.

Mahmoud Abbas sagði ísraelsku ríkis­stjórnina bera fulla á­byrgð á dauða Abu Aqleh, hann sagði um „af­töku­glæp“ hafi verið að ræða.

Abu Aqleh, sem var 51 árs og vin­sæl meðal á­horf­enda Al Jazeera, heim­sótti Jenin flótta­manna­búðirnar sem stað­settar eru á Vestur­bakkanum, land­svæði sem til­heyrir Palestínu­búum. Her­menn Ísraels­hers réðust á búðirnar, þeir til­kynntu síðar að það hefði verið vegna grunaðs hryðju­verka­manns sem stað­settur var í búðunum.

Abu Aqlehvar skotinn í hausinn og færð á sjúkra­hús í ná­grenni þar sem hún var síðan úr­skurðuð látin. Annar sam­starfs­maður hennar var einnig skotinn en hann er sagður vera í stöðugu á­standi, hann liggur þó enn þá á sjúkra­húsi.

Dauði Abu Aqleh á lík­lega eftir að auka spennuna á milli Ísraela og Palestínu­búa. Ýmis réttinda­sam­tök og palestínsk yfir­völd segjast ekki búast við trú­verðugri rann­sókn á dauða henna. Yfir­völd í Ísrael hafa verið sökuð um að rann­saka glæpi sem framdir eru af ísraelska hernum nógu ræki­lega.

Frá stofnun Al Jazeera hafa tólf frétta­ritarar á þeirra vegum látist á víg­línum ýmissa á­taka.