Það getur allt gerst í beinni út­sendingu eins og á­horf­endur WSAZ-sjón­varps­stöðvarinnar í Vestur-Virginíu­ríki í Banda­ríkjunum komust að raun um á dögunum.

Frétta­konan Tori Yorg­ey var í beinni út­sendingu að flytja fréttir af neyslu­vatns­röri sem fór í sundur í bænum Dun­bar. Dimmt var og nokkuð svalt í veðri þegar öku­maður jepp­lings gætti ekki að sér og ók á Tori með þeim af­leiðingum að hún féll nokkuð harka­lega í jörðina.

Betur fór þó en á horfðist og slapp Tori ó­slösuð frá ó­happinu. Á­hyggju­fullur frétta­þulurinn sem var í stúdíói frétta­stofunnar, Tim Irr, spurði Tori hvort hún væri heil heilsu og svaraði hún því játandi. Hélt hún á­fram með fréttina og kláraði hana.

Í fréttum banda­rískra fjöl­miðla kemur fram að Irr hafi verið gagn­rýndur fyrir við­brögð sín – eða við­bragðs­leysi öllu heldur – við ó­happinu. Út­skýrði hann málið þannig að hann fylgst með at­vikinu af litlum skjá í tals­verðri fjar­lægð í stúdíóinu og ekki séð nægjan­lega vel hvað gerðist. Var hann í raun einungis með hljóð í eyrunum þegar ó­happið varð.

Í frétt NBC News kemur fram að Tori hafi leitað á sjúkra­hús eftir at­vikið. Læknar skoðuðu hana en hún reyndist vera ó­slösuð.