Kven­kyns frétta­þulir í Afgan­istan þurfa nú að hylja á sér and­litið þegar þær lesa fréttirnar eftir nýja á­kvörðun stjórnar Talí­bana. BBC greinir frá þessu.

Á­kvörðunin var tekin í kjöl­far þess að allar konur í Afgan­istan þurfa hér eftir að klæðast búrkum sem hylja þær frá toppi til táar. Einnig er konum bannað að ferðast án karl­kyns ættingja og mega þær ekki ganga í skóla eftir 6. bekk. Konur sem fylgja ekki þessum reglum gætu átt yfir höfði sér harða refsingu.

Eftir að Talí­banar endurheimtu völd í Afgan­istan hafa réttindi kvenna verið veru­lega skert, en Khalid Hanafi ráð­herra dyggða sagði ný­verið að það væri best fyrir konur að halda sig heima, þær hafi ekkert mikil­vægt verk að vinna utan heimilisins.

Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd og kom afganska fréttakonan Yalda Ali þessum skilaboðum frá sér á Twitter: